Erlent

Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi fyrir mánuði síðan. Morðið á blaðamanninum hefur vakið mikla athygli og reiði innan alþjóðasamfélagsins.
Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi fyrir mánuði síðan. Morðið á blaðamanninum hefur vakið mikla athygli og reiði innan alþjóðasamfélagsins. Vísir/Getty
Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið „leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður.

Yasin Aktay, talsmaður Tyrklandsforseta og embættismaður innan stjórnarflokks Tyrklands hélt þessu fram í viðtali við tyrkneska blaðið Hurriyet í dag.

Sjá einnig: Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“

„Við sjáum núna að það [líkið] var ekki bara skorið niður, árásarmennirnir losuðu sig við líkið með því að leysa það upp. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem við höfum undir höndum var líkið bútað niður svo auðveldara væri að leysa það upp. Þeir vildu ekki skilja eftir sig neinar líkamsleifar,“ sagði Aktay, sem var vinur Khashoggi, samkvæmt frétt Guardian.

„Að myrða saklausa manneskju er einn glæpur, en meðferðin sem líkið fékk er annar glæpur og vanvirðing.“

Sérfræðingar draga kenninguna í efa

Ummæli Aktay eru þau fyrstu opinberu af hálfu tyrkneskra stjórnvalda er snúa að afdrifum líkamsleifa Khashoggi. Þá hafa tyrkneskir rannsakendur málsins reynt að skera úr um hvort mögulegt sé að líkið hafi verið leyst upp í sýru í húsi ræðismanns Sáda, skammt frá skrifstofunni hvar Khashoggi var myrtur.

Þó hafa réttarmeinafræðingar dregið fullyrðingar Tyrkja í efa og bent á að það getur tekið mánuði að leysa upp líkamsleifar manna í sýru.


Tengdar fréttir

Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi

Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×