Innlent

Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði

Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Sementsflutningaskipið Fjordvik rak upp í utanverðan hafnargarðinn á Helguvíkurhöfn í nótt. Fimmtán var bjargað af skipinu
Sementsflutningaskipið Fjordvik rak upp í utanverðan hafnargarðinn á Helguvíkurhöfn í nótt. Fimmtán var bjargað af skipinu Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mannbjörg varð í Helguvík í nótt eftir að sementsflutningaskipið Fjordvik frá Bahamaeyjum strandaði við innsiglinu í höfnina.

Fjórtán manna áhöfn og íslenskum hafnögumanni var bjargað með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-Gná en auk hennar var TF-Líf ræst út.


Á myndinni má sjá skipið sem sigla átti inn í höfnina en lenti í hafnargarðinum.Marine Traffic
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að fyrsta fasa í björgunaraðgerðum sé lokið en þær hafi verið framkvæmdar við erfiðar aðstæður. Skipverjum var komið um borð í þyrlu og flogið með þá á fast land í Helguvík. 

Skipið strandaði um klukkan eitt í nótt og var verkefnið í hæsta forgangi þar sem lögð var áhersla á að bjarga fólkinu um borð í skipinu.

Það tókst en skipið er strand og er að lemjast í klettana við hafnargarðinn í miklu brimi.

Starfsmenn Umhverfisstofnunar eru á leiðinni á vettvang með mengunarvarnarbúnað. Þá hefur verið óskað eftir aðstoð varðskipsins Týs sem er væntanlegt á vettvang um klukkan sex en skipið er úti á sjó.

Fréttin var uppfærð klukkan 02:35


 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×