Menning

Þorleifur Örn valinn leikstjóri ársins í Þýskalandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Mikael Torfason ásamt Þorleifi Erni Arnarssyni og Lars-Ole Walburg leikhússtjóra í Hannover.
Mikael Torfason ásamt Þorleifi Erni Arnarssyni og Lars-Ole Walburg leikhússtjóra í Hannover. Mynd/Mikael Torfason

Þorleifur Örn Arnarsson var valinn  leikstjóri ársins í Þýskalandi í kvöld fyrir uppfærslu á verkinu Die Edda. Verkið var frumsýnt í Hannover í Þýskalandi í mars síðastliðnum og var þá hlaðið lofi af gagnrýnendum.

Verkið er samið af Þorleifi og Mikael Torfasyni en það byggir á Snorra-Eddu.

Mikael birti myndband af verðlaunaafhendingunni í kvöld sem sjá má hér fyrir neðan. 

Þýskt leikhús þykir með þeim fremstu á heimsvísu. Hamingjuóskum rignir yfir Þorleif og Mikael á samfélagsmiðlum og þar lætur Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri meðal annars þess getið að þetta séu engir smáþjóðaleikar. „Eddan er okkar stærsta markaðsbomba, milljarðavirði."

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskaði Þorleifi Erni til hamingju með þennan áfanga í kvöld. Guðni segir þennan árangur hljóta að vera til vitnis um grósku íslenskrar menningar og bjarta framtíð hennar.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.