Innlent

Maðurinn sem leitað var að er fundinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarsveitir Búðardals og Hvammstanga tóku m.a. þátt í leitinni að manninum sem nú er fundinn.
Björgunarsveitir Búðardals og Hvammstanga tóku m.a. þátt í leitinni að manninum sem nú er fundinn. Vísir/Vilhelm
Maðurinn sem leitað var í Dölunum á Vesturlandi fannst heill á húfi laust fyrir klukkan 8 í kvöld. 

Björgunarsveit og lögreglan á Vesturlandi leituðu mannsins en samkvæmt upplýsingum sem lögregla veitti fréttastofu barst útkallið vegna hans rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Björgunarsveitir Búðardals og Hvammstanga hafa verið kallaðar út til að leita mannsins.

Þá tjáði upplýsingafulltrúi Landsbjargar fréttastofu að unnið hafi verið að því að auka við mannskapinn sem taka átti þátt í leitinni. Þess gerðist þó ekki þörf þar sem maðurinn fannst rúmri klukkustund eftir að útkall barst lögreglu og björgunarsveitum.

Fréttin var síðast uppfærð 19:50

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×