Enski boltinn

Shaqiri segist eiga meiri virðingu skilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Shaqiri í stórleiknum gegn Arsenal um helgina.
Shaqiri í stórleiknum gegn Arsenal um helgina. vísir/getty
Xherdan Shaqiri, vængmaður Liverpool, segir að hann eigi meiri virðingu skilið fyrir það sem hann hefur afrekð á ferlinum en Svisslendingurinn hefur byrjað vel hjá Liverpool.

Shaqiri gekk í raðir Liverpool frá Stoke í sumar en Stoke féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þar áður lék Shaqiri með Bayern Munchen þar sem hann meðal annars Meistaradeildina og þýsku deildina.

„Að falla með Stoke var mjög slæm lífsreynsla fyrir félagið og einnig fyrir mig og vonandi komast þeir upp aftur sem fyrst en þrátt fyrir það sem gerðist þar þá hef ég unnið Meistaradeildina. Ég á skilið virðingu,“ sagði hann í samtali við The Mirror.

„Fólk ætti að vita hvar ég spilaði áður, þau gæði sem ég hef og hvað ég hef afrekað áður. Ég hef spilað fyrir eitt af stærstu liðum í heimi í Munchen og á ný er ég að spila fyrir eitt af stærstu liðum í heimi.“

„Ég finn ekki frir neinni pressu í Liverpool. Þegar ég fer til Munchen þá sýna stuðningsmennirnir mér mikla ást. Ég vill afreka það sama hér. Afhverju ætti ég ekki að geta það aftur?“

„Mer finest ég vera komast í mitt besta form. Það er mikilvægt er þú kemur í nýtt félag að spila vel en einnig að vinna leiki. Augljóslega höfum við verið að gera það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×