Erlent

Kínverjar slaka á innflutningstollum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir ári síðan en það andar ekki sérlega hlýju á milli þeirra þessi dægrin.
Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir ári síðan en það andar ekki sérlega hlýju á milli þeirra þessi dægrin. getty/bloomberg
Kínverjar ætla að slaka á innflutningstollum sínum og opna efnahagslíf sitt enn meira en þeir hafa lengi verið gagnrýndir fyrir viðskiptahætti sína gagnvart öðrum þjóðum.

Xi Jinping forseti sagði í ræðu á Viðskiptaráðstefnunni í Sjanghæ sem nú stendur yfir að viðskiptakerfi heimsins sæti nú árásum og að það verði að verja.

Ljóst er að Xi átti þar við Bandaríkin og afstöðu Trumps forseta sem lengi hefur gagnrýnt Kínverja og kennt þeim um flest sem aflaga hefur farið í bandarísku viðskiptalífi.

 

Trump hefur sett margskonar innflutningshöft á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt.

Xi forseti sagði hinsvegar í ræðu sinni að samvinna í heimsviðskiptum og opnir viðskiptahættir séu eina lausnin út úr því öngstræti sem stefni í ef átök á viðskiptasviðinu halda áfram. Vöxtur fyrir alla aðila er eina leiðin fram á við, að sögn forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×