Sport

Mayweather á leið í hringinn en í hverju ætlar hann að keppa?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather og Nasukawa.
Mayweather og Nasukawa. vísir/getty
Blaðamannafundur var haldinn í nótt til þess að kynna áramótabardaga Floyd Mayweather og japanska undrabarnsins Tenshin Nasukawa.

Það sem gerir þennan viðburð sérstaklega merkilegan er sú staðreynd að ekki var hægt að greina frá því á fundinum hverju þeir myndu keppa í. Það á eftir að útfæra það eins fáranlegt og það hljómar.

Í fyrstu héldu margir að þetta yrði MMA-bardagi enda er Nasukawa sparkboxari sem er kominn í MMA. Því var hafnað og sagt að það ætti eftir að ákveða þetta allt saman. Engar reglur, enginn þyngdarflokkur og enginn veit hvað gerist fyrir utan að bardaginn á að vera í Japan á Gamlársdag.

„Ég vildi gera eitthvað nýtt og sýna hæfileika mína utan Bandaríkjanna. Þetta verður sérstakur bardagi,“ sagði Mayweather en hann fer aldrei í hringinn nema fá vel borgað.

Hinn tvítugi Nasukawa keppir fyrir RIZIN-bardagasambandið. Hann er 27-0 í sparkboxi og 4-0 í MMA.

„Þetta var óvænt boð en ég var fljótur að taka því. Þetta var stærsta sund lífs míns og ég verð sá fyrsti til þess að hafa betur gegn Mayweather,“ sagði strákurinn.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×