Lífið

Pabbi var mín besta forvörn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðar Logi missti föður sinn fyrir nokkrum vikum. Faðir hans hafði gríðarleg áhrif á líf Heiðars.
Heiðar Logi missti föður sinn fyrir nokkrum vikum. Faðir hans hafði gríðarleg áhrif á líf Heiðars. vísir/vilhelm
Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. Saga Heiðars Loga er aftur á móti mjög merkileg og átti hann upphaflega að vera fyrsti gestur Einkalífsins en varð að afboða komu sína í tökur með mjög stuttum fyrirvara og það af mjög skiljanlegum ástæðum.

„Ég sat bara heima og var að undirbúa mig að koma og var í raun bara að bíða eftir því að ganga út um dyrnar. Hálftíma áður en ég átti að mæta bankar maður á hurðina og ég opna. Hann spyr mig hvort ég sé Heiðar Logi og svo segist hann vera frá lögreglunni. Fyrsta sem ég hugsaði var, hvað gerði ég af mér. Hann var kominn til að tilkynna mér það að pabbi minn væri dáinn,“ segir Heiðar Logi Elíasson sem er sjöundi gestur Einkalífsins á Vísi.

„Pabbi var búinn að vera í neyslu í raun og veru alla mína æsku og ég ólst upp vitandi að hann væri í neyslu. Við vorum ekkert alltof tengdir þegar ég var yngri. Mér árunum varð hann betri og betri en svo komu tímabil sem hann hrundi niður. Þegar ég var unglingur var hann byrjaður að sprauta sig með sterkum efnum og þetta var alveg svona hardcore stöff. Síðustu ár hef ég oft hugsað að það mun koma sá dagur að einhver myndi láta mig vita að hann væri farinn.“

Á honum mikið að þakka

Heiðar hefur undanfarnar vikur verið að gera upp missinn og hefur það verið mjög erfitt. Heiðar Logi ólst upp hjá móður sinni og segist hann eiga henni mikið að þakka, en einnig föður sínum.

„Ég á honum mikið að þakka því þetta var mín besta forvörn og þetta hefur kennt hvernig ég vill ekki lifa lífinu mínu. Þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að ég tók lífið mitt í gegn og ákvað að ég ætlaði að gera það sem mig langaði að gera, í stað þess að vera fastur í því sem mig langar ekki að vera gera,“ segir Heiðar og bætir við að hann hafi hætt að drekka þegar hann var 19 ára.

„Það var svolítið vandamál hjá mér, því ég vissi að ég ætti ekki að vera drekka. Ég var slæmur í áfengi og réði ekki við það. Mig langaði að drekka til að gleyma. Ég áttaði mig á því að ég ætti ekki að vera drekka og pabbi væri skýr skilaboð að ég ætti að taka mig á.“

Í þættinum ræðir Heiðar Logi einnig um ofvirknina og athyglisbrestinn, um ást sína á snjóbrettinu og brimbrettinu, um jóga, og dagana fjóra í Málmey. Heiðar kemur einnig inn á fyrirsætustörfin og hvað sé framundan hjá honum.

Hér að neðan má sjá sjöunda þáttinn af Einkalífinu.


Tengdar fréttir

Reyndist vel að lenda á milli tannanna á fólki

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er 27 ára alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug er ungur þingmaður sem hefur náð mjög langt á stuttum tíma en hún er fjórði gestur Einkalífsins á Vísi.

Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík

Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi.

„Það erfiðasta sem ég hef gert“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×