Körfubolti

Sigurganga Raptors og Warriors heldur áfram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
48 stig frá Jamal Murray í nótt
48 stig frá Jamal Murray í nótt vísir/getty
Níu leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í nótt og var boðið upp á spennandi leiki víða.

Tvíframlengt var í Madison Square Garden þegar New York Knicks tapaði sínum áttunda leik þar sem Chicago Bulls var í heimsókn. Lokatölur 115-116 þar sem Zach LaVine fór mikinn og skoraði 41 stig. 

Þá var einnig framlengt í Detroit þar sem Miami Heat hafði að lokum betur, 115-120 og það þrátt fyrir tröllatvennur hjá Andre Drummond (25 stig og 24 fráköst) og Blake Griffin (24 stig og 15 fráköst) í liði Detroit Pistons.

Topplið Toronto Raptors og Golden State Warriors unnu bæði örugga sigra og eru komin með 10 sigra eftir ellefu leiki. Denver Nuggets kemur í humátt á eftir með 9 sigra eftir tíu leiki en Nuggets vann góðan heimasigur á Boston Celtics í nótt þar sem Jamal Murray hlóð í 48 stig.

Úrslit næturinnar

Detroit Postins 115-120 Miami Heat

Indiana Pacers 94-98 Houston Rockets 

Orlando Magic 102-100 Cleveland Cavaliers

New York Knicks 115-116 Chicago Bulls 

Oklahoma City Thunder 122-116 New Orleans Pelicans

Denver Nuggets 115-107 Boston Celtics

Utah Jazz 111-124 Toronto Raptors

Golden State Warriors 117-101 Memphis Grizzlies

Los Angeles Clippers 120-109 Minnesota Timberwolves

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×