Fótbolti

Tuchel: Mbappe verður bestur í heimi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ekki nógu þroskaður að mati Xavi
Ekki nógu þroskaður að mati Xavi vísir/getty
Thomas Tuchel, stjóri PSG, segir eðlilegt að Kylian Mbappe þurfi að bæta eitt og annað í sínum leik en er sannfærður um að franska ungstirnið verði besti leikmaður heims í náinni framtíð.

Spænska goðsögnin Xavi var að tala um Mbappe á dögunum og sagði hann skorta þroska í sínum leik (e. football maturity)

„Það er eðlilegt að hann eigi eftir að bæta sig. Hann er 19 ára,“ segir Tuchel áður en hann hrósar sínum manni í hástert.

„Hann er ótrúlegur. Hann er einn af bestu leikmönnum í heimi og hann mun verða sá besti. Þetta er rétt hjá Xavi. Hann þarf að bæta ýmislegt í sínum leik og það er fullkomlega eðlilegt þegar maður er 19 ára,“ segir Tuchel

Mbappe verður líklega í eldlínunni í kvöld þegar PSG heimsækir Napoli í mikilvægum leik í C-riðli Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×