Viðskipti innlent

Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks

Atli Ísleifsson skrifar
Strætó bs. telur að farþegum í akstursþjónustu fatlaðs fólks hafi með samningnum verið tryggð fullnægjandi þjónusta út gildistíma rammasamningsins sem er til ársloka 2019. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Strætó bs. telur að farþegum í akstursþjónustu fatlaðs fólks hafi með samningnum verið tryggð fullnægjandi þjónusta út gildistíma rammasamningsins sem er til ársloka 2019. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Pjetur
Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota.

Í tilkynningu frá Strætó segir að þann 17. október síðastliðinn hafi einn af verktökunum í akstursþjónustu fatlaðs fólks, Prime Tours ehf.  verðið úrskurðaður gjaldþrota. Frá þeim tíma hafi Strætó bs. verið með til skoðunar hvernig hægt sé að tryggja að þjónustan uppfylli þær kröfur sem til hennar eru gerðar.

„Í kjölfar gjaldþrotsins óskaði skiptastjóri þrotabúsins eftir samþykki Strætó bs. á framsali rammasamnings til annars rekstraraðila, Far-vel ehf, sem gert hafði tilboð í rekstrarvagna þrotabúsins og boðið starfsfólki þess áframhaldandi starf.

Fyrir liggur að Far-vel ehf. fullnægir öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og hefur því stjórn Strætó bs. samþykkt erindi skiptastjóra um framsal samningsins fyrir sitt leyti.

Strætó bs. telur að með þessu hafi farþegum í akstursþjónustu fatlaðs fólks verið tryggð fullnægjandi þjónusta út gildistíma rammasamningsins sem er til ársloka 2019,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×