Fótbolti

Vonsvikinn Klopp: Verðum að gera betur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á hliðarlínunni í kvöld.
Klopp á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var vonsvikinn með sína menn eftir 2-0 tap gegn Rauðu Stjörnunni frá Belgrad í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Strákarnir eru mjög vonsviknir, ég er mjög vonsvikinn og við gerðum að gera betur. Við gerðum að gera betur því við getum það en í kvöld er það of seint,“ sagði Þjóðverjinn í samtali við fjölmiðla í leikslok.

Gestirnir komust yfir á 22. mínútu og sjö mínútum síðar varð staðan svo orðinn 2-0. Eftir það tóku áhorfendur við sér og Klopp segir að þetta hafi verið erfitt kvöld fyrir Liverpool.

„Þeir fengu of mörg föst leikatriði og úr einu þeirra skoruðu þeir. Síðan tvöfölduðu þeir forystuna skömmu eftir fyrra markið og eftir það varð andrúmsloftið allt öðruvísi. Þú gast fundið það.“

Með sigri í kvöld hefði Liverpool verið komið í afar góða stöðu í riðlinum en tapið gerir það að verkum að allt er upp í loft fyrir síðustu tvær umferðirnar í riðlinum.

„Þeir voru klárir og við þurftum að bregðast við þeirri stöðu. Þetta er ekki það sem við vildum og við munum vera 100% klárir í síðustu tveimur leikjunum. Við þurfum allir að taka ábyrgð á þessu núna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×