Enski boltinn

Ánægður Pogba segir samband sitt við Mourinho mjög gott

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og Mourinho hressir á æfingu United.
Pogba og Mourinho hressir á æfingu United. vísir/getty
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, segir að ekkert illt sé milli hans og Jose Mourinho, stjóra Man. Utd. Pogba segist ánægður með sína stöðu í hópnum og að hann berjist fyrir félagið.

„Ég myndi lýsa þessu sem góðu sambandi milli stjóra og leikmanns. Ég er bara leikmaður og geri það sem hann segir því hann er stjórinn. Ég hlusta og mér líkar það. Ég hlusta og geri það með ánægju,“ sagði Pogba.

„Ég er ánægður með að spila. Stjórinn ákveður hver verður fyrirliði. Ef hann tekur bandið af mér gerir það mér ekkert. Ég vil bara spila, standa mig vel og gera mitt besta fyrir alla; stuðningsmennina og félagið.“

Pogba gekk í raðir Manchester United frá Juventus og hann segist ánægður í búningi United þrátt fyrir sögusagnir um annað.

„Lít ég út fyrir að vera leiður? Ég er ánægður. Ég er ánægður með að klæðast þessari treyju hjá svona stóru félagi og auðvitað þegar þú spilar hjá svona stóru félagi er fólk sem er að tala um þig.“

„Við vitum að allt getur gerst en á vellinum erum við ánægðir, við brosum og berjumst fyrir hvorn annan og stuðningsmennina. Það er það sem ég geri og ég er mjög ánægður að gera það,“ sagði Pogba afar glaður, að hans sögn.

Flautað verður til leiks klukkan 20.00 í kvöld í Tórínó en leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni á Sportinu. Hitað verður upp fyrir leiki kvöldsins frá 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×