Fótbolti

Wenger neitar því að vera taka við AC Milan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger í stuði.
Wenger í stuði. vísir/getty
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segir að þær fréttir um að hann sé að taka við AC Milan séu rangar. Hann kallar þær fals fréttir en hann átti að taka við skútunni af Gennaro Gattuso sem er talinn valtur í sessi.

„Það eina sem ég get sagt er að þetta eru sannar fréttir. Ef ég væri búinn að skrifa einhversstaðar undir myndi ég segja þér það. Þetta er rangt,“ sagði Wenger í samtali við BEIN Sports.

Ivan Gazidis, tekur við sem stjórnarformaður AC Milan fyrsta desember, en hann hefur verið síðustu tíu ár í sama starfi hjá Arsenal. Við það fóru sögusagnirnar af stað um Wenger sem hefur verið án félags eftir að hafa hætt með Arsenal í sumar.

„Ég hef sagt svo oft að besta leiðin að koma til baka væri að þjálfa ekki á Englandi því ég eyddi svo löngum tíma svo það gæti verið furðulegt að fara í eitthvað annað félag þar.“

„En á þessum tímapunkti get ég ekki sagt þér neitt um framtíð mína því ég veit ekki hvað hún ber í skauti sér. Ég veit ekki hvert ég fer. Ég verð einhversstaðar en ég veit ekki hvar,“ sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×