Innlent

Hitinn gæti farið upp í tíu stig

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Austanáttin verður ríkjandi í veðrinu næstu daga.
Austanáttin verður ríkjandi í veðrinu næstu daga. vísir/vilhelm
Ætli það megi ekki segja að það sé tiltölulega hlýtt á landinu miðað við árstíma en samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands getur hitinn í dag farið upp í allt að tíu stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði austan kaldi og rigning, einkum á Austfjörðum og Suðusturlandi en hvöss norðaustan átt með rigningu eða slyddu á Vestfjörðum. Seinni partinn mun þó lægja á þeim slóðum.

Hlýjast verður sunnan heiða en hiti verður á bilinu tvö til tíu stig. Á morgun er spáð austan átt, tíu til átján metrum á sekúndu, en hægari vindi norðanlands. Svipað veður verður svo á föstudag og áfram hlýtt.

Veðurhorfur næstu daga:

Austlæg átt, víða 5-13 og rigning með köflum í dag, einkum á Austfjörðum og SA-landi, en hvöss norðaustanátt með rigningu eða slyddu fram eftir degi á Vestfjörðum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast sunnan heiða.

Austan 10-18 og væta á morgun, en hægari og úrkomulítið N-lands. Milt veður.

Á fimmtudag:

Austan 8-15 m/s og rigning, en yfirleitt þurrt á N-landi. Hiti 2 til 8 stig. Hægari og úrkomulítið síðdegis.

Á föstudag:

Austan 8-13 og rigning á Austfjörðum og SA-landi, annars þurrt. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Norðaustanátt og rigning, einkum A-lands, en þurrt á SV- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag:

Norðaustanátt, skýjað og rigning eða slydda um landið N- og A-vert. Hiti 1 til 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×