Enski boltinn

Pep var löngu búinn að semja við Man. City áður en ráðningin var tilkynnt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep Guardiola hefur náð flottum árangri hjá Man. City en þó ekki enn í Meistaradeildinni.
Pep Guardiola hefur náð flottum árangri hjá Man. City en þó ekki enn í Meistaradeildinni. vísir/getty
Í nýjustu grein Der Spiegel um misferlið í herbúðum Man. City er skrifað um ráðningu Pep Guardiola og einnig sagt frá lykilmönnum í starfseminni.

Til þess að komast alla leið þurfti Man. City besta þjálfarann. Sá var Pep Guardiola. Það var tilkynnt þann 1. febrúar 2016 að hann væri búinn að skrifa undir samning við félagið og tæki við þá um sumarið.

Í grein Der Spiegel kemur fram að Pep hafi verið búinn að skrifa undir samninginn 10. október árið 2015. Þá er tímabil hans hjá Bayern nýfarið af stað.

Er breskt blað komst á snoðir um samningaviðræður Pep og City og birti frétt um málið tókst forráðamönnum City að láta fjarlægja fréttina. Fréttin var um samningaviðræður en þá var löngu búið að skrifa undir samninginn.

Það er tekið fram að samskipti spænska stjórans sem eigendur félagsins séu sérstök. Hann sé yfirmáta kurteis og nánast feiminn við þá. Sé sjaldan líkur sjálfum sér í samskiptum við mennina sem greiða himinhá laun hans.

Í greininni er kafað dýpra í að kynna lykilmenn í eigendahópnum og hvað þeir standa fyrir. Einnig um mennina sem sjá um ímyndunarmálin. Að allt líti vel út á yfirborðinu.

Man. City gerði umdeildan samning við Arabtec fyrir nokkrum árum. Fyrirtæki sem byggir háhýsi og er þekkt fyrir mannréttindabrot.

Þrátt fyrir sterkar aðvaranir um að þiggja ekki peninga fyrirtækisins var það gert. Samstarfið er þó eingöngu auglýst í arabalöndunum, Rússlandi og Tyrklandi. Löndum þar sem mannréttindamál þykja ekki í góðum farvegi.

Greinina má lesa í heild sinni hér. Lokagreinin um Man. City birtist svo á morgun og þá verður svikastarfsemi félagsins betur útskýrð. Sagt frá því hvernig systurfélög City eru notuð til þess að fela greiðslur og komast undan skatti.


Tengdar fréttir

Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla

Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×