Lífið

Harry Potter stjörnurnar þá og í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emmu Watson ,Daniel Radcliffe og Rupert Grint á sínum tíma.
Emmu Watson ,Daniel Radcliffe og Rupert Grint á sínum tíma.
21 ár er liðið síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út. J.K. Rowling fékk hugmyndina að sögunni um munaðarleysingjann sem þurfti að bjarga heiminum í lest á milli London til Manchester.

Handritið að bókinni var tilbúið árið 1995 en bókin kom ekki út fyrr en 1997. Flestir útgefendur höfðu litla trú á sögunni en forlagið Bloomsbury tók hana upp á sína arma og kom Harry Potter og viskusteinninn út þann 26. júní árið 1997. Fyrsta upplagið var einungis 500 eintök.

Síðan þá hafa yfir 450 milljón eintök selst af bókunum um Harry Potter, drenginn sem lifði af.

Stjörnur eftir myndirnar átta

Átta kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunum, eitt leikrit og fjórir skemmtigarðar. Átta kvikmyndir voru gerðar úr bókunum sjö sem gerðu þrjú bresk ungmenni að kvikmyndastjörnum, þau Daniel Radcliffe, Emmu Watson og Rupert Grint.

Alls hafa myndirnar þénað um 8 milljarða Bandaríkjadala. Fjölmargir leikarar léku í kvikmyndunum átta og er gaman að sjá hvernig þessi leikarar líta út í dag, 17 árum eftir að fyrsta kvikmyndin kom út.

Á laugardaginn verður fyrsta Harry Potter myndin sýnd á Stöð 2 og síðan verða allar myndirnar um Potter sýndar á Stöð 2 á hverjum laugardegi til 28. desember. Myndirnar eru alls átta og kom fyrsta myndin út árið 2001 og sú síðasta árið 2011.

Hér að neðan má sjá hvernig helstu leikararnir úr Harry Potter líta út í dag og hægt er að bera þá saman við útlit þeirra þegar þeir komu fram í kvikmyndunum. Fox News tók saman.

Tom Felton krækti í hlutverk Draco Malfoy sem er mikill óvinur Harry Potter. Hann hefur augljóslega breyst mikið á öllum þessum tíma.
Daniel Radcliffe leikur sjálfan Harry Potter en að undanförnum árum hefur hann einbeitt sér mest að því að koma fram á sviði í leikhúsum um heim allan.
Matthew Lewis fer með hlutverk Neville Longbottom og hefur hann heldur betur breyst í gegnum árin. Hann til að mynda lék í kvikmyndinni Me Before You árið 2016 en fer með mjög stórt hlutverk í Harry Potter myndunum.
Emma Watson fer með hlutverk Hermione Granger í myndunum og var hún aðeins tíu ára þegar hún fór í prufu fyrir Harry Potter. Hún hefur líklega náð lengst af öllum leikurunum sem léku í myndunum og fór með aðalhlutverkið í endurgerðinni af Beauty and the Beast sem kom út árið 2017.
Rupert Grint hafði aðeins komið fram í einu skólaleikriti þegar hann fékk hlutverkið sem Ron Weasley í myndunum. Hann hefur verið að leika í þáttunum Snatch.
Bonnie Wright fer með hlutverk Ginevra Molly Weasley sem er yngri systir Ron Weasley í myndunum. Hún hefur verið að tala fyrir karakter í My Dad Is Scrooge undanfarin ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×