Fótbolti

Fenerbache kláraði Anderlecht í síðari hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn tyrkneska félagsins fagna á meðan Belgarnir svekkja sig.
Leikmenn tyrkneska félagsins fagna á meðan Belgarnir svekkja sig. vísir/getty
Fenerbache er með sjö stig í D-riðli Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á Anderlecht á heimavelli en leikið var í Tyrklandi í kvöld.

Markalaust var í hálfleik en Frakkinn Mathieu Valbuena kom Fenerbache yfir á 71. mínútu og þremur mínútum síðar tvöfaldaði Michael Frey forystuna.

Ekki skánaði ástandið fyrir gestina í Anderlecht er Zakaria Bakkali fékk tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla og var sendur í sturtu á 79. mínútu. Lokatölur 2-0.

Fenerbache er með sjö stig eftir fjóra leiki í öðru sætinu en Anderlecht er á botninum með eitt. Dinamo Zagreb er með fullt hús og í þriðja sætinu er Spartak Trnava með þrjú stig.

Í Kasakstan höfðu heimamenn í Astana getur gegn tékkneska liðinu Jablonec. Sigurmarkið gerði Evgeniy Postnikov tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1.

Astana er með átta stig á toppi riðilsins en Jablonec er á botninum með tvö stig. Dynamo Kyiv er í öðru sætinu með fimm stig og Rennes er með þrjú stig í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×