Enski boltinn

Everton í félagsskiptabann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Everton fyrr á leiktíðinni.
Úr leik hjá Everton fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Everton er á leið í tveggja ára félagsskiptabann hvað varðar unga leikmenn eftir að hafa brotið lög ensku deildarinnar.

Everton á að hafa rætt við leikmann sem var undir aldri og boðið honum og fjölskyldu hans gullið tilboð fyrir það eitt að ganga í raðir Everton.

Enska félagið tók strax á málunum innan sinna raða og hóf strax rannsókn innan félagsins. Rannsókn félagsins leiddi það í ljós að reynt var að fá sex aðra leikmenn með svipuðum hætti.

Everton þarf að borga fimm hundruð þúsund pund og borga tveimur félögum bætur fyrir að hafa reynt að næla í leikmenn þeirra. Einnig má liðið ekki næla í akademíu leikmann næstu tvö árin.

Félagið sagði í tilkynningu síðdegis að félagið væri afar vonsvikið með verklag sumra aðila innan félagsins. Þeir lofuðu að úr þessu yrði bætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×