Fótbolti

Þykir of hættulegt að hleypa stuðningsmönnum gestanna inn á leikvanginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengur ýmislegt á þegar stuðningsmenn liðanna láta í sér heyra.
Það gengur ýmislegt á þegar stuðningsmenn liðanna láta í sér heyra. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Boca Juniors og River Plate eru hreinlega hættulegir hverjum öðrum og fá því ekki tækifæri til að styðja við bakið á sínu liði nema í öðrum úrslitaleiknum um stærsta titil félagsliða Suður Ameríku.

Argentínsku stórliðin Boca Juniors og River Plate mætast að þessu sinni í úrslitum Copa Libertadores í ár en suðurameríkukeppni félagsliða er mjög svipuð keppni og Meistaradeild Evrópu. Þarna mætast því bestu félagslið álfunnar.

Derby-slagur Boca Juniors og River Plate hefur lengi verið í hópi með mögnuðust nágrannaslögum heimsins í fótboltanum og það eru því mikil tíðindi að þau mætist nú fyrsta sinn í úrslitum Copa Libertadores.

Liðin hafa oft mæst heima í Argentínu í gegnum tíðina þar sem fátt jafnast á við stemmninguna sem myndast á áhorfendpöllunum.

Hér fyrir neðan má sjá vísun í grein Washington Post þar sem er talað um leiki aldarinnar og úrslitaleik allra úrslitaleikja.







Það eru aðeins tæpir þrettán kílómetrar á milli leikvanga þessara tveggja félaga í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu. Það ætti því að vera létt fyrir stuðningsmenn félaganna að mæta á báða leiki en svo verður þó ekki raunin.



Af öryggisástæðum verður stuðningsmönnum gestaliðsins ekki hleypt inn á leikvanginn, það þykir bara of hættulegt að hleypa blóðheitum og viltum stuðningsmönnum félaganna svo nálægt hverjum öðrum. Heimaliðið fær því fullan stuðning í þessum leikjum.

Þessi ákvörðun þarf kannski ekki að koma mikið á óvart. Í ágúst máttu stuðningsmenn gestaliða aftur mæta á útileiki eftir fimm ára bann. Bannið nær samt ennþá yfir innbyrðisleiki á milli fimm stærstu klúbbanna. Áhættan er of mikil að hleypa þeim svo nálægt hverjum öðrum við þessar aðstæður þar sem keppnin og svitinn takmarkast ekki bara við grasvöllinn.

River Plate var síðasta argentínska félagið til að vinna Copa Libertadores þegar félagið tók titilinn árið 2015. Það var þriðji sigur River Plate í suðurameríkukeppni félagsliða en Boca Juniors hefur unnið hann mun oftar eða sjö sinnum. Það eru aftur á móti liðin ellefu ár frá síðasta titli Boca Juniors.

Fyrri úrslitaleikurinn fer fram á morgun á heimavelli Boca Juniors en sá seinni tveimur vikum síðar á heimavelli River Plate. Það er svo langt á milli leikja af því að það kemur landsleikjahlé FIFA þarna á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×