Markalaust í Leicester

Stuðningsmenn Leicester minntust eigandans úr stúkunni
Stuðningsmenn Leicester minntust eigandans úr stúkunni vísir/getty
Leicester og Burnley skildu jöfn í fyrsta heimaleik Leicester síðan eigandi félagsins lést í þyrluslysi fyrir utan leikvanginn.

Það var mikið um tilfinningar fyrir og eftir leik þegar allir þáttakendur leiksins sem og áhorfendur minntust Vichai Srivaddhanaprabha.

Leikurinn sjálfur endaði hins vegar í markalausu jafntefli þar sem Burnley átti aðeins eitt skot á markrammann.

Bæði lið þurftu að hafa fyrir stigi sínu en Leicester skapaði sér mun meira af færum og var mun líklegra til þess að taka öll þrjú stigin. Heimamenn áttu 21 skot á móti 6 frá Burnley og fengu 12 hornspyrnur.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en var tekinn af velli eftir 65 mínútna leik.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira