Manchester-borg er blá og City á toppinn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
David Silva kom Manchester City á bragðið í kvöld
David Silva kom Manchester City á bragðið í kvöld vísir/getty
Manchester-borg er blá eftir 3-1 sigur Manchester City á erkifjendum sínum Manchester United.



Erkifjendurnir úr Manchester-borg áttust við í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.



Manchester City byrjaði af krafti í leiknum og það skilaði sér á 12. mínútu er David Silva skoraði fyrsta mark leiksins.



Manchester City réði lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik en náðu hins vegar ekki að bæta við öðru marki.



Markið heimamenn í City voru að leita eftir kom hins vegar strax í upphafi seinni hálfleiks en þá skoraði Sergio Aguero með hnitmiðuðu skoti.



Romelu Lukaku byrjaði á bekknum hjá Manchester United en hann kom inn á 56. mínútu og hann var ekki lengi að láta til sín taka því hann firskaði vítaspyrnu mínútu síðar. Úr henni skoraði Anthony Martial örugglega.



Það var svo undir lok leiksins sem Ilkay Gundogan innsiglaði sanngjarnan 3-1 sigur.



Með sigrinum fara Manchester City á topp ensku úrvalsdeildarinnar en þeir eru með tveggja stiga forskot á Liverpool. Manchester United er í 8. sæti deildarinnar, 12 stigum á eftir erkifjendum sínum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira