Fótbolti

U21 árs landsliðinu boðið til Kína

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U21 árs landsliðsins
Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U21 árs landsliðsins mynd/ksí/hilmar þór
KSÍ hefur þegið boð kínverska knattspyrnusambandsins um að leika á fjögurra liða móti skipað leikmönnum U21 karla í nóvember. Þetta kemur fram á vef sambandsins í dag.

Þar mun liðið mæta Kína, Tælandi og Mexíkó, en leikið er í Chongqing í Kína.

Ísland mætir Mexíkó 15.nóvember næstkomandi og tveimur dögum síðar leika strákarnir gegn heimamönnum. Síðasti leikur æfingamótsins er svo gegn Tælandi þann 19.nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×