Körfubolti

Houston án Harden heillum horfnir og Cavaliers loksins komið á blað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rodney Hood var stigahæstur í fyrsta sigri Cavs.
Rodney Hood var stigahæstur í fyrsta sigri Cavs. vísir/getty
Hvorki gengur né rekur hjá Houston Rockets í NBA körfuboltanum en liðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð í nótt þegar liðið fékk Portland Trail Blazers í heimsókn. Rockets hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum.

Í nótt skoraði liðið aðeins 85 stig á heimavelli en James Harden var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Damian Lillard og Jusuf Nurkic voru stigahæstir hjá Trail Blazers með 22 stig hvor.

Cleveland Cavaliers vann loksins sigur og þar með eru öll lið deildarinnar komin með að minnsta kosti einn sigurleik. Sigur Cavaliers var öruggur þegar liðið fékk Atlanta Hawks í heimsókn en Cavaliers lét þjálfarann fara á dögunum. 

Toronto Raptors er að byrja mótið virkilega vel en liðið vann sinn sjöunda leik í nótt þegar Philadelphia 76ers heimsótti Toronto. Kawhi Leonard var stigahæstur með 31 stig auk þess sem Jonas Valanciunas átti frábæra innkomu af bekknum með 23 stig á 17 mínútum.

Úrslit næturinnar


Charlotte Hornets 125-113 Miami Heat

Cleveland Cavaliers 136-114 Atlanta Hawks

Orlando Magic 99-107 Sacramento Kings

Boston Celtics 108-105 Detroit Pistons

Toronto Raptors 129-112 Philadelphia 76ers

Houston Rockets 85-104 Portland Trail Blazers

Memphis Grizzlies 107-95 Washington Wizards

Oklahoma City Thunder 128-110 Los Angeles Clippers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×