Innlent

Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita

Gissur Sigurðsson skrifar
Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir. Vísir/Vilhelm
Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns.

Hún hefur að undanförnu gagnrýnt ýmsa starfshætti félagsins sem líklega er ástæða þess að trúnaðarráð félagsins tók þessa ákvörðun og sendi henni bréflega í gær.

Hvaða skýringar voru gefnar?

„Engar efnislegar skýringar aðrar heldur en að ég hafi skaðað félagið með því að voga mér að benda á ósamræmi í lögum félagsins á heimasíðu félagsins og fundargerðum sem ég hef fengið.“

Hún segist engan andmælarétt hafa fengið og óskaði eftir fundi með lögmanni félagsins sem og félagsmönnum og óskaði eftir upplýsingum. Því hafi ekki verið svarað nema með þessu bréfi sem tekið er fyrir af 23 manna trúnaðarmannaráði félagsins. 

„Allir þessir aðilar sem skrifuðu undir þetta bréf eru í trúnaðarmannaráðinu.“

Sjómannafélag Íslands er ekki ASÍ en hún segist vera að leita hvert hún geti snúið sér með mál sitt. Nefnir hún þar félagsdóm og mögulega almenna dómstóla. 

„Það hlýtur að vera eitthvað úrræði í því en ég tel það vera þannig að gjáin á milli stjórnar og þeirra sem vilja lýðræðislegt félag sé orðin það stóð að það þurfi utanaðkomandi aðstoð þannig að þessir menn gleypi ekki félagið í einum stórum bita.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×