Sport

Silfur á EM þriðja mótið í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon. skrifar
mynd/kristinn arason
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum fékk silfur á EM í Portúgal eftir harða keppni við sænska liðið.

Ísland bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til því sænska liðið var betra í dag.

Íslenska liðið átti frábærar æfingar á gólfi og algjörlega stórkostlega æfingu á dýnu en það kom eitt fall á trampólíninu.

Svíarnir duttu líka á trampólíninu en heildaræfing Svíanna þar var nógu mikið betri en sú íslenska til að taka sigurinn í heildina.

Þriðja árið í röð þarf Ísland því að láta gullið í hendur Svíanna, en það munaði aðeins 0,2 á liðunum.

Danir tóku bronsverðlaunin.

Einkunnir Íslands:

Gólf: 21,700

Dýna: 18,400

Trampólín: 17,350




Fleiri fréttir

Sjá meira
×