Fótbolti

Messi handleggsbrotinn og missir af El Clasico

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Meiddur
Meiddur vísir/getty
Lionel Messi þurfti að yfirgefa völlinn eftir tæplega hálftíma leik í kvöld eftir að hafa hjálpað Barcelona að komast í 2-0 gegn Sevilla með marki og stoðsendingu á fyrstu 12 mínútum leiksins.

Messi lenti illa og virkaði sárþjáður. Barcelona hefur nú staðfest að hann hafi brotið bein í hægri handlegg og segir í tilkynningu frá félaginu að hann verði fjarri góðu gamni næstu þrjár vikurnar.

Það þýðir að Messi mun missa af næstu sex leikjum Barcelona. Þar af er risaleikur um næstu helgi þegar Barcelona fær Real Madrid í heimsókn. Messi mun sömuleiðis missa af báðum leikjunum gegn Inter Milan í Meistaradeild Evrópu.

Barcelona vann leikinn 4-2 og er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×