Handbolti

Ágúst: Mér finnst frábært að fá ekki frí

Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar
Ágúst Birgisson
Ágúst Birgisson vísir/anton
Ágúst Birgisson, línumaður FH, var svekktur eftir tapið gegn Selfossi í stórleik dagsins í Olís-deildinni.

„Þetta var hörkuleikur frá fyrstu mínútu“ sagði Ágúst Birgisson, leikmaður FH.

„Við byrjuðum leikinn aðeins betur en þetta Selfoss lið kemur alltaf til baka. Þeir eru góðir í þessum endurkomum og við vissum alveg af því fyrir leik, en þetta var bara hörkuleikur í kvöld“ sagði Ágúst, en aðspurður að því hvað varð þeim að falli sagði hann að það hafi bara allt gengið upp hjá Selfyssingum.

„Við urðum aðeins eftir á undir lokin á leiknum en svo vorum að klúðra dauðafærum og skotum fyrir utan í sókninni. Hjá þeim var einhvernveginn allt inni, það var nóg að skjóta á markið hjá okkur.“

Ágúst er í landsliðshópnum sem Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, valdi á dögunum. Ágúst segist ekkert þurfa á fríinu að halda og er spenntur fyrir æfingunum í næstu viku. 

„Maður er í þessu til að æfa og spila handbolta svo mér finnst bara frábært að fá ekki frí.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×