Körfubolti

Körfuboltakvöld: Gunnar púslið sem vantaði?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Ólafsson hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenska körfuboltann eftir að hafa verið í bandarískum háskóla undanfarin ár.

Gunnar, sem spilar með Keflavík, hefur spilað afar vel í liði Keflavíkur í upphafi tímabils og átti góðan leik í stórsigri gegn grönnunum í Grindavík á föstudag.

„Hann er rosalegur íþróttamaður. Hann klárar svakalega vel,” sagði Teitur Örlygsson og hélt áfram að lofa Gunnar:

„Hann klárar mjög vel öll hraðaupphlaup. Þú getur heldur ekki skilið hann eftir úti á velli því þá klárar hann bara. Hann er 1,94 bakvörður.”

„Gunnar hefur þann kost að honum er alveg sama þó að hann skori ekki í leikjum. Hann fer númer eitt, tvö og þrjú inn í alla leiki til þess að spila hörkuvörn,” sagði Hermann Hauksson.

„Það er rosalega mikil orka í kringum hann. Svo er þetta bara góður sóknarleikmaður.”

Allt innslagið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×