Erlent

Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gorbachev (t.v.) og Ronald Raegan sjást hér skrifa undir kjanrorkusamkomulagið á því herrans ári 1987.
Gorbachev (t.v.) og Ronald Raegan sjást hér skrifa undir kjanrorkusamkomulagið á því herrans ári 1987. Vísir/Getty
Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins.

Samkomulaginu er ætlað að útrýma meðaldrægum loftskeytum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Gorbachev sjálfum árið 1987.

BBC greinir frá því að Gorbachev telji áform Bandaríkjanna ógáfuleg og að riftun samkomulagsins muni hafa slæm áhrif á samband ríkjanna tveggja.

Þá hefur Vladimir Putin, forseti Rússlands, lýst því yfir að hann muni krefja þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, John Bolton, um útskýringar á ákvörðun forsetans í heimsókn þess síðarnefnda til Moskvu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×