Stórkostleg spilamennska Arsenal í tíunda sigrinum í röð

Leikmenn Arsenal fagna fyrra marki Aubameyang.
Leikmenn Arsenal fagna fyrra marki Aubameyang. vísir/getty
Það var frábær fótbolti spilaður á Emirates er Arsenal vann 3-1 sigur á Leicester í síðasta leiknum í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Gestirnir frá Leicester komust yfir á 31. mínútu en þá varð Hector Bellerin fyrir því óláni að skora sjálfsmark og gestirnir í ágætis málum.

Þeir fengu þó högg í uppbótartíma fyrri hálfleiks er Mesut Özil jafnaði metin. Þjóðverjinn átti heldur betur eftir að láta meira til sín taka í síðari hálfleiknum þar sem Arsenal spilaði frábæran fótbolta.

Á 61. mínútu gerði Unai Emery, stjóri Arsenal, tvöfalda skiptingu þar sem meðal annars hann skipti Pierre-Emerick Aubameyang inn á og það átti eftir að skila sér.

Tveimur mínútum síðar var hann búinn að koma Arsenal í 2-1. Mezut Özil splundraði vörn Leicester með frábærri sendingu á Hector Bellerin sem lagði hann á Aubameyang sem skoraði.

Á 66. mínútu skoraði Aubameyang annað mark sitt og þriðja mark Arsenal eftir frábæra spilamennsku. Stórkostlegt liðsmark og eina sem Gabon-maðurinn þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna.

Mikið skrið á Arsenal sem er í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig, tveimur stigum frá toppnum. Þeir hafa unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum og eru á miklu skriði.

Leicester er í ellefta sæti deildarinnar með tólf stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira