Erlent

Verslaði fyrir 2,5 milljarða

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Harrods í London. NORDICPHOTOS/AFP
Harrods í London. NORDICPHOTOS/AFP
Zamira Hajijeva frá Aserbaídsjan þarf að gera breskum yfirvöldum grein fyrir því hvernig hún hefur getað keypt lúxusvörur í versluninni Harrods í London fyrir jafnvirði tæplega 2,5 milljarða íslenskra króna.

Yfirvöld telja að tveggja milljarða króna hús í Knightsbridge hafi verið keypt í gegnum aflandsfélag sem Hajijeva og eiginmaður hennar, Jahangir Hajijev, eiga.

Hajijev var stjórnarformaður ríkisbankans International Bank of Azerbaijan. Fyrir tveimur árum var hann dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að eiga þátt í hvarfi tuga milljóna breskra punda úr bankanum.

Hajijeva keypti golfklúbb á Englandi í gegnum félag á Guernsey sem hún er sögð stýra. Hún festi einnig kaup á einkaþotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×