Handbolti

Logi vill Hreiðar í landsliðið frekar en Viktor Gísla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hreiðar Levý Guðmundsson á að vera í landsliðshóp Íslands í handbolta frekar en Viktor Gísli Hallgrímsson. Þetta sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Markverðirnir tveir mættust þegar Fram og Grótta áttust við í Olísdeild karla um helgina. Grótta og Hreiðar Levý höfðu betur.

„Hann vann þetta einvígi á móti Viktori Gísla,“ sagði Logi þegar leikurinn var tekinn fyrir í þættinum.

„Viktor er landsliðsmarkmaður. Hann á að spila þannig. Hann er með tíu aðra markmenn fyrir framan sig í tölfræði. Þetta er átakanlegt. Hann þarf að rífa sig í gang. Þetta verður í síðasta skipti sem ég mun bauna á hann, nú verður hann að mæta.“

„Sem betur fer er ég ekki landsliðsþjálfari en ég veit bara ekki afhverju það er verið að hafa hann þarna. Hann er bara ekki nógu góður í þetta.“

„Ég myndi frekar veðja á Hreiðar.“

Umræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×