Lífið

Bera saman íslenskt rapp við rapp frá Albaníu og Svíþjóð

Birgir Olgeirsson skrifar
Babatunde Ogunsina og Sadé Bangs
Babatunde Ogunsina og Sadé Bangs
Hér má sjá myndbandsbloggarana Babatunde Ogunsina og Sadé Bangs hlusta á íslenskt hip hop og bera það saman við samskonar tónlist frá Svíþjóð og Albaníu.

Það er ansi skrautlegt að heyra þau reyna að bera fram heiti íslensku laganna, enda getur íslenska verið ansi erfið útlendingum í framburði. 

Þau byrja á að hlusta á Oh Shit með tvíeykinu Jóa P og Króla eða „Djoppí and Królí“ eins og þau bera nöfn þeirra fram. 

Lagið fær 5 í einkunn frá Tunde og 5 frá Sadé.

Næst er lagið Geri ekki neitt með Aroni Can og Unnsteini.

Lagið fær 7 í einkunn frá Sadé og 6 frá Tunde.

„Svona er þetta“ með Emmsjé Gauta er næst sett á fóninn en það fær 4 frá Sadé og 4 frá Tunde.

Upp til hópa með Herra Hnetusmjöri eða „Herra henstúdjumo“ eins og hann er kynntur til leiks af parinu.

Lagið fær 7 frá Tunde en 3 frá Sadé.

OMG með Flóna og Joey Christ er kynnt til leiks en það fær 7 í einkunn frá þeim báðum.

Meðaleinkunn íslensku laganna var 5,5 en meðalskorið hjá albönsku lögunum var 6,8 en Svíþjóð fékk 5,8. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×