Lífið

Ótrúlegt borðtennisskot í Vestmannaeyjum krafðist 1.600 tilrauna

Birgir Olgeirsson skrifar
Þetta borðtennishögg er ansi magnað.
Þetta borðtennishögg er ansi magnað.
Eyjapeyjarnir Rúnar Gauti Gunnarsson og Kristófer Tjörvi Einarsson hafa vakið mikla athygli athygli fyrir myndbönd sín þar sem þeir framkvæma flókin golf- og borðtennishögg.

Rúnar er fimmtán ára og Kristófer sautján ára en þeir hófu þessa myndbandagerð í janúar árið 2016. Þeir byrjuðu á því að gera golfmyndband og færðu sig yfir í borðtennismyndbönd en hafa augastað á öðrum íþróttum á borð við pool, körfubolta og pílukast.

Mikil vinna er að baki hverju myndbandi en þeir hafa varið nokkrum klukkutímum í að ná að framkvæma ótrúleg högg, sum þeirra nást en önnur ekki.

„Meðaltíminn á flottu trixi er eitthvað um 30 til 60 mínútur,“ segir Rúnar Gauti í samtali við Vísi.

Rúnar Gauti og Kristófer Tjörvi.
Að sögn félaganna á Kristófer Tjörvi magnaðasta höggið sem þeir hafa náð að framkvæma. Kristófer stóð þá fyrir utan bílskúrsdyr þar sem hann sló borðtenniskúlu inn í skúrinn og í gegnum límbandsrúllu í átta metra fjarlægð. Þeir benda á að borðtenniskúla er um fjórir sentímetrar í þvermáli og límbandsrúllan um sex sentímetrar.

„Þannig að nákvæmnin þarf að vera ansi mikil,“ segir Rúnar Gauti.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×