Lífið

Tracy Chapman stefnir Nicki Minaj

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nicky Minaj fékk ekki leyfi til þess að nota brot úr lagi Tracy Chapman.
Nicky Minaj fékk ekki leyfi til þess að nota brot úr lagi Tracy Chapman. Getty/ Ullstein Bild
Söngkonan Tracy Chapman, sem þekktust er fyrir lagið sitt „Fast Car,“ hefur höfðað mál á hendur rapparanum Nicky Minaj fyrir brot á höfundarréttarlögum.

Chapman sakar Minaj um að hafa notað brot úr laginu sínu „Baby Can I Hold You“ í leyfisleysi. Hún fer fram á skaðabætur vegna málsins.

Chapman segir að Minaj hafi reynt að fá leyfi til að nota brot af laginu þó nokkrum sinnum en án árangurs því hún hafi sagt staðfastlega neitað.

Minaj lét ekki segjast og gaf út lagið lagið „Sorry“ í sumar þrátt fyrir að hafa ekki fengið samþykki Chapmans. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann Nas.

Sama dag og lagið kom út skrifaði Minaj á Twitter: „Systir sagði nei,“ en hún eyddi tístinu skömmu síðar.

Af einhverri ástæðu notaði Chapman þó ekki lagið á nýútgefinni hljómplötu sinni Queen.

Chapman fer fram á skaðabætur og krefst þess jafnframt að Minaj verði óheimilt að endurútgefa lagið.

Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið „Sorry“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×