Innlent

Biðja foreldra að afsaka tafir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Vestmannaeyjum.
Í Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
„Ef frekari seinkun verður á þessum breytingum getur það haft áhrif á inntöku barna í janúar,“ segir fræðsluráð Vestmannaeyja vegna mikilla tafa á endurbótum á leikskólanum Kirkjugerði.

„Áhersla er á að tryggja starfsemi leikskólans og öryggi barna og hafa starfsmenn Kirkjugerðis lagt sig fram við að það sé hægt,“ segir fræðsluráðið. Verkið hafi upphaflega átt að taka einn eða tvo mánuði. „Þrátt fyrir mikinn þrýsting á verktaka að klára verkið er ljóst að það klárast ekki að fullu fyrir áramótin.“

Kveðst ráðið harma seinkunina og felur starfsmönnum bæjarins „að halda áfram að beita þrýstingi til að framkvæmdum ljúki sem allra fyrst“. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×