Erlent

Rappari dó við tökur í háloftunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Jon James McMurray.
Jon James McMurray.
Rapparinn kanadíski, Jon James McMurray lét lífið um helgina þegar hann var við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Tökurnar fólu í sér að hann gekk á væng lítillar flugvélar í háloftunum.

Umboðsmaður McMurray segir hann hafa æft sig vel fyrir tökurnar. Hins vegar hafi hann gengið of langt út á væng flugvélarinnar, sem var af gerðinni Cessna, og olli það því að hún snerist og lækkaði flugið mjög hratt.



McMurray hékk í væng flugvélarinnar og þegar hann sleppti takinu var hann kominn svo nærri jörðinni að hann hafði ekki tíma til að opna fallhlífina sem hann var með.

Lík hans fannst á akri í Westworld í Kanada. Flugmanninum tókst rétta flugvélina við og lenda henni.

CBC segir McMurray hafa verið íþróttamann á árum áður en hann hafi snúið sér að tónlistinni í kjölfar nokkurra slysa. Áhættuíþróttir spiluðu stóra rullu í tónlist hans.

Hér má sjá myndband sem hann birti fyrr í mánuðinum þar sem hann var að stunda fallhlífarstökk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×