Erlent

Vísindamaður ákærður fyrir morðtilraun á Suðurskautslandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Bellingshausen-rannsóknarstöðinni á Suðurskautslandinu.
Frá Bellingshausen-rannsóknarstöðinni á Suðurskautslandinu. Getty/Delphine AURES
Vísindamaður á rannsóknarstöð Rússa á Suðurskautslandi var settur í stofufangelsi eftir að hann stakk vinnufélaga sinn á stöðinni með hnífi. Þetta hefur breska dagblaðið The Guardian eftir rússnesku fréttastofunni Interfax.

Maðurinn, sem samkvæmt heimildum Interfax heitir Sergey Savitsky, réðst til atlögu í mötuneyti Bellingshausen-rannsóknarstöðvarinnar á Eyju Georgs konungs þann 9. október síðastliðinn. Savitsky gaf sig sjálfviljugur fram við yfirmann stöðvarinnar í kjölfar árásarinnar. Hann var settur í stofufangelsi til 8. desember næstkomandi og hefur verið ákærður fyrir morðtilraun.

Interfax hefur eftir heimildarmönnum sínum að Savitsky og fórnarlamb hans hafi búið saman á stöðinni í rúma sex mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×