Sport

Neitar því að hafa farið að gráta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Derek Carr.
Derek Carr. vísir/getty
Derek Carr, leikstjórnandi Oakland Raiders, hefur neitað því staðfastlega að hafa farið að gráta í leik og er mikið gagnrýndur fyrir það.

Carr fékk vænar barsmúðar í síðasta leik Raiders og á einum tímapunkti var ekki annað að sjá en að hann væri að gráta af sársauka. Eins og eðlilegt er. Hann vildi þó ekki hafa það að fólk væri að segja að hann græti á vellinum.





Fjölmargir stóðu upp og sögðu hann hallærislegan fyrir að neita þessu. Það væri þvert á móti styrkleikamerki að sýna tilfinningar og gráta. Fólk sagði að Carr væri minni leiðtogi með þessum afneitunum en hann var eflaust að sýna hvað hann væri mikill leiðtogi með því að afneita öllu.

Lindsay Rhodes á NFL Network pakkaði Carr svo saman í innslagi þar sem hún sýndi mun stærri stjörnur en Carr í deildinni að sýna tilfinningar og gráta.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×