Innlent

Svíar vilja fleiri Íslendinga í nám

Sveinn Arnarsson skrifar
Håkan Juholt.
Håkan Juholt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUr
„Frá því að ég tók við embætti sendiherra fyrir um ári hef ég tekið eftir auknum áhuga íslenskra námsmanna á námi í Svíþjóð,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi.

Sendiráðið stendur fyrir viðburðinum „Námstækifæri í Svíþjóð“ á morgun milli klukkan 12 og 16 á Litla Torgi Háskóla Íslands. Þeir háskólar sem verða með kynningu eru Chalmers-tækniháskólinn í Gautaborg, Gautaborgarháskóli, Háskólinn í Lundi, Linné-háskóli, Umeå-háskóli og Jönköping-háskóli.

Håkan segir gott orð fara af Íslendingum í sænskum háskólum.

„Íslenskir námsmenn eru vel metnir í Svíþjóð og þessir skólar eru mjög áhugasamir um að fá fleiri Íslendinga í nám,“ segir Håkan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×