Körfubolti

Fyrsti sigur LeBron með Lakers og Curry skoraði 51 stig

Arnar Geir Halldórsson skrifar
81 stig frá þessum í nótt
81 stig frá þessum í nótt vísir/getty
Los Angeles Lakers er komið á blað í NBA körfuboltanum eftir öruggan sigur á Phoenix Suns í nótt en þetta var fyrsti sigur liðsins með LeBron James innanborðs. 

Lakers lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 54-76, Lakers í vil. James skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar en Lance Stephenson var stigahæstur Lakers manna með 23 stig.

Meistarar Golden State Warriors léku á als oddi þegar þeir fengu Washington Wizards í heimsókn. Stephen Curry var algjörlega óstöðvandi og skoraði 51 stig í öruggum sigri, 144-122. Curry skoraði 11 þriggja stiga körfur úr 16 tilraunum.

Þetta er í sjötta sinn á ferlinum sem kappinn skorar 50 stig eða meira í leik en meistararnir eru 4-1 eftir fimm leiki.

30 stig og 19 fráköst Joel Embiid dugðu ekki til að stöðva Milwaukee Bucks sem hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo var frábær; skoraði 32 stig, tók 18 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimmtán stiga sigri á Philadelphia 76ers, 123-108.

Toronto Raptors eru sömuleiðis með fullt hús stiga þar sem þeir unnu fimmta leik sinn í röð í nótt þegar þeir fengu Minnesota Timberwolves í heimsókn. Lokatölur 112-105 þar sem Kawhi Leonard skilaði 35 stigum.

Úrslit næturinnar

Atlanta Hawks 111-104 Dallas Mavericks

Cleveland Cavaliers 86-102 Brooklyn Nets

Miami Heat 110-87 New York Knicks

Toronto Raptors 112-105 Minnesota Timberwolves

Chicago Bulls 112-110 Charlotte Hornets

Houston Rockets 89-100 Utah Jazz

San Antonio Spurs 96-116 Indiana Pacers

Milwaukee Bucks 123-108 Philadelphia 76ers

Phoenix Suns 113-131 Los Angeles Lakers

Sacramento Kings 97-92 Memphis Grizzlies

Golden State Warriors 144-122 Washington Wizards

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×