Viðskipti innlent

Fákasel rís úr öskunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér ber að líta hópinn að baki enduropnun Fákasels.
Hér ber að líta hópinn að baki enduropnun Fákasels. Aðsend

Hestagarðurinn Fákasel hefur opnað á ný. Honum var lokað í febrúar í fyrra eftir að hafa tapað um 199 milljónum króna árið áður.

Greint var frá því í janúar síðastliðnum að félagið Á Ingólfshvoli hafi keypt jörðina Ingólfshvol í Ölfusi auk allra eigna Fákasels. Vilji nýrra eigenda stóð til þess að byggja upp blómlega starfsemi á sviði hesta- og ferðamennsku og voru þau Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir, sem ráku áður Sindrabakarí á Flúðum, fengin til þess að halda utan um rekstur veitingastaðar Fákasels.

Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Fákasels að þar hafi nú þegar opnað veitingastaður sem tekur um 80 manns í sæti auk þess sem 160 manna veislusalur hafi verið tekinn í notkun fyrir stærri hópa og einkasamkvæmi.

Sjá einnig: Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur

Auk veitingasölu verður boðið upp á „stuttar reiðsýningar í höllinni.“ Agnes Hekla Árnadóttir og Högni Freyr Kristínarson eru sögð hafa veg og vanda að sýningum þar sem íslenski hesturinn og gangtegundir hans eru kynntar.

Nýir eigendur Fákasels eru félögin Fylkir og Sjónver. Bryndís Anna Brynjarsdóttir á Fylki og athafnamaðurinn Þóroddur Stefánsson á 96 prósenta hlut í Sjónveri. Eiríkur Óli Árnason, fyrrverandi forstöðumaður hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, er stjórnarformaður Á Ingólfshvoli.


Tengdar fréttir

Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur

Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu.

Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun

Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×