Innlent

Dóms að vænta í máli Gests og Ragnars Hall

Sveinn Arnarsson skrifar
Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður.
Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður. Fréttablaðið/GVA
Dómur í máli hæstaréttarlögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp af Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) á þriðjudag.

Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn.

Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, enda ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir töldu að ekki um refsivert lögbrot að ræða.


Tengdar fréttir

Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi

Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×