Íslenski boltinn

Elís Rafn kominn í Stjörnuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elís Rafn Björnsson verður í bláu næsta sumar
Elís Rafn Björnsson verður í bláu næsta sumar Vísir/Getty
Elís Rafn Björnsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna og mun spila með liðinu í Pepsi deild karla á næsta tímabili.

Elís Rafn kemur til Stjörnunnar frá Fylki en hann spilaði níu leiki fyrir Árbæinga í sumar. Hann á 108 meistaraflokksleiki fyrir félagið á sjö árum.

„Elís sem varð 26 ára á dögunum er stór og stæðilegur leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður á vellinum,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Fylkir var í fallbaráttu í sumar en hélt sæti sínu í deildinni. Stjarnan varð bikarmeistari og í toppbaráttunni lengst af sumri en endaði í þriðja sæti Pepsi deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×