Lífið

Breuer hitaði upp fyrir Metallica og áhorfendur komust í stuð

Benedikt Bóas skrifar
Grínistinn Jim Breuer.
Grínistinn Jim Breuer. Getty/Gilbert Carrasquillo
Grínistinn Jim Breuer hitaði upp fyrir stórtónleika Metallica sem fram fóru í Philadelphia á fimmtudag. Grínarinn hefur einstakt lag á því að herma eftir söngvara stærstu rokkhljómsveitar heims, James Heatfield, og sló atriðið hans alveg jafn mikið í gegn og árið 2013 þegar hann frumsýndi það.

Breuer öskraði Yeah oft og lengi og áhorfendur voru komnir í gríðarlegt stuð þegar stórsveitin steig á svið. Sló fyrst í tvö ný lög áður en gömlu slagararnir fengu að heyrast. Master of Puppets var lokalagið en eftir uppklapp hlóðu þeir í Spit Out The Bone, Nothing Else Matters og Enter Sandman var lokalagið.

Breuer kom ekki á svið eftir upphitunaratriðið sitt en flestöll rokkbönd hafa hljómsveitir til að hita tónleikagesti upp en Metallica hefur svo sem aldrei farið hefðbundnar leiðir frá því sveitin birtist fyrst á rokksviðinu fyrir ógurlega löngu síðan.




Tengdar fréttir

Má ekki spila Metallica er hún gengur í búrið

Fyrrum strávigtarmeistari UFC, Carla Esparza, er með böggum hildar eftir að henni var tjáð af bardagasambandinu að hún mætti ekki spila sitt venjubundna inngöngulag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×