Erlent

Dóttir eigandans var með honum í þyrlunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þyrlan sést hér taka flugið í síðasta skiptið í gærkvöldi.
Þyrlan sést hér taka flugið í síðasta skiptið í gærkvöldi. Vísir/Getty
Fimm eru sagðir hafa verið um borð í þyrlu tælenska auðjöfursins Vichai Srivaddhanaprabha sem brotlenti fyrir utan leikvang knattspyrnuliðsins Leicester City, King Power Stadium, í gærkvöldi. Þar á meðal voru Vichai sjálfur, sem er eigandi liðsins, og önnur tveggja dætra hans, að því er fréttaveitan Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum.

Ekki hefur þó enn fengið staðfest frá viðeigandi yfirvöldum hversu margir voru um borð í þyrlunni og ekki heldur hvort einhver hafi látist í slysinu.

Í frétt Reuters segir að auk Vichai og dóttur hans hafi tveir flugmenn verið um borð í þyrlunni og ein manneskja til viðbótar, en nafn hennar er ekki þekkt.

Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester City.Vísir/Getty
Sögusagnir um að Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester City, hefði verið í þyrlunni er hún brotlenti komust á kreik í kjölfar slyssins. Þær reyndust ekki sannar en Puel ræddi slysið í samtali við Radio France í dag. Hann sagði slysið hamfarafregnir og vottaði öllum hlutaðeigandi samúð sína.

Þyrla Vichars brotlenti eftir leik Leicester og West Ham United á King Power Stadium í gærkvöldi. Mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar. Vichar, sem keypti félagið árið 2010, hefur það fyrir sið að fara upp í þyrlu sína á miðjum leikvanginum eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli.

Stuðningsmenn Leicester City hafa flykkst að leikvanginum í dag.Vísir/getty

Tengdar fréttir

Segja eigandann hafa verið um borð í þyrlunni

Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi knattspyrnufélagsins Leicester City, var um borð í þyrlunni sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power Stadium, í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×