Körfubolti

Oklahoma City Thunder komið á blað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vaknaðir
Vaknaðir vísir/getty
Það voru fjórir leikir á dagskrá NBA deildarinnar í nótt. Meistarar Golden State Warriors eru í góðum gír og Oklahoma City Thunder er komið á blað eftir erfiða byrjun.

Thunder fékk Phoenix Suns í heimsókn en Suns leika án síns besta manns þar sem Devin Booker glímir við meiðsli. 

Heimamenn unnu nokkuð öruggan sigur sem endaði þó aðeins með sjö stiga mun, 117-110. Russell Westbrook og Paul George gerðu 23 stig hvor og voru stigahæstir í liði Thunder en miðherjinn Nerlens Noel bætti við 20 stigum auk þess að taka 15 fráköst. Fyrsti sigur Thunder á tímabilinu staðreynd en liðið tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum.

Það er enginn vandræðagangur á meisturum Golden State Warriors í upphafi móts en þeir gerðu góða ferð til Brooklyn í gærkvöldi þar sem þeir unnu sex stiga sigur á Brooklyn Nets, 114-120.

Eins og stundum áður voru þeir Stephen Curry og Kevin Durant allt í öllu en Curry skoraði 35 stig á meðan Durant setti niður 34. Meistararnir hafa unnið sex leiki og tapað einum.

Úrslit næturinnar

Brooklyn Nets 114-120 Golden State Warriors

Dallas Mavericks 104-113 Utah Jazz

Oklahoma City Thunder 117-110 Phoenix Suns

Los Angeles Clippers 136-104 Washington Wizards

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×