Erlent

Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku

Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa
Angela Merkel yfirgefur hér fund forsvarsmanna CDU í morgun, þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína.
Angela Merkel yfirgefur hér fund forsvarsmanna CDU í morgun, þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína. EPA/OMER MESSINGER
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að stíga til hliðar frá forystu Kristilegra demókrata. Heimildarmenn þýsku fréttaveitunnar DPA, segja hana ekki ætla að bjóða sig aftur til formanns flokksins á aðalfundi í desember. Hún hefur stýrt flokknum frá árinu 2000 og var búist við því að hún myndi bjóða sig fram aftur.



Merkel hefur verið kanslari Þýskalands frá 2005. Þó hún ætli ekki að vera formaður flokksins hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að hún vilji vera kanslari áfram. Spiegel bendir þó á að hún hafi áður lagt áherslu á það að formaður flokksins ætti einnig að leiða ríkisstjórnina.



Kristilegir demókratar og systurflokkar hafa tapað verulegu fylgi í þingkosningum á síðustu tveimur vikum. Flokkurinn missti tíu prósenta fylgi í Hesse í gær og fyrr í mánuðinum tapaði systurflokkur CDU, sem nefnist CSU, svipuðu fylgi í kosningum í Bæjarlandi.

Merkel er sögð hafa tilkynnt forsvarsmönnum flokksins ákvörðun sína núna í morgun. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×