Lífið

Truflun í miðjum klíðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skondið atriði úr nýjum þáttum sem bera heitið Venjulegt fólk.
Skondið atriði úr nýjum þáttum sem bera heitið Venjulegt fólk.
Venjulegt fólk er gamansöm þáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna.

Að upplifa frægð og frama er ekki bara dans á rósum heldur hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þær, fjölskyldu og vini. Þættirnir eru að fara í loftið í Sjónvarpi Símans en með aðalhlutverk fara þær Vala Kristín, Júlíana Sara sem slógu í gegn í þáttunum Þær tvær á Stöð 2, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst.

Vala og Júlíana skrifa þættina ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni úr Hraðfréttum en hann leikstýrir þáttunum.

Hér að neðan má sjá eitt atriði úr þáttunum sem sýnir hversdagslegt líf ungs pars og eitthvað sem mörg þeirra ættu að tengja við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×